Torf- og grjóthleðsla


 
Strengur.
Strengur er um 40 cm breiður og 120 til 170 cm langur annar kanturinn er um 6 cm þykkur en þynnist út í hinn kantinn. Strengurinn þynnist út til endanna á um 15 til 20 cm. Þykkari kanturinn er oft kallaður hnakki og þynnri sporður.
Strengur er ristur með ljá  eða undirristuspaða. Einnig er hægt að skera strenginn veð vél en til þess þarf sérstakan hníf. Aðferðin við að taka strenginn er aðeins mismunandi eftir landshlutum.
 
Torfa.
Torfa er um 40 til 60 cm breið og 100 til 180 cm löng. Torfan er þykkust í miðjunni endilangt. Torfan er um 5 til 8 cm þykk í miðjunni og þynnist út á báða kanta og til endanna.
Torfan er rist með ljá eða undirristuspaða. Einnig er hægt að skera Torfur með vél og er þá notaður sérstakur hnífur.
 
Klambra.
Klambra er hnaus um 15 til 20 cm hár og um 15 til 20 cm þykkur hún er 50 til 70 cm löng og hallar sitt á hvað í vegg.
Klambra er stungin með skóflu eða spaða og undirristuspaða.
 
Kvíahnaus.
Kvíahnaus er ferkantaður hnaus um 15 til 20 cm breiður og 20 til 50 cm langur. Þykktin er um 5 til 15 cm
Kvíahnaus er stunginn með skóflu eða undirristuspaða.
 
Hornhnaus.
Hornhnaus er ferkantaður hnaus um 20 cm þykkur og um 40 til 60 cm á lengd og breidd.
Hornhnaus er stunginn með skóflu og undirristuspaða.
 
Glaumbæjarhnaus.
Glaumbæjarhnaus er um 5 til 10 cm þykkur lengdin er 50 til 200cm breidd um 18 cm.
Glaumbæjarhnaus er stunginn með skóflu og undirristuspaða.
 
Kekkir / Hnaus.
Kekkir eða Hnaus er nokkurn veginn sami hluturinn. 15 til 20 cm þykkur 15 til 30 cm breiður og 30 til 70 cm langur.
Stunginn með skóflu spaða og undirristuspaða.
 
Snidda
Brúarsnidda / Kantsnidda / Vegagerðarsnidda. Þetta er allt sami hluturinn.
Sniddan er með grasið út. Sniddan er um 20 til 40 cm breið um 5 til 10 cm þykk og um 20 cm djúp.
Sniddan er stungin með skóflu eða spaða.
Sniddan er þykkust um miðjuna en þynnist til beggja kanta.
 
Þaksnidda.
Þaksnidda er ferköntuð. Stungin með skóflu eða spaða um 20 cm djúp. 15 til 25 cm breið og 30 til 70 cm löng.