Fornverkaskólinn

Fornverkaskólinn er samstarfsverkefni Byggðasafns Skagfirðinga, Fjölbrautaskóla Norðurlands-vestra og Háskólans á Hólum. Fornverkaskólinn stendur fyrir námskeiðshaldi í ýmsum handverksaðferðum sem tengjast einkum byggingararfi okkar, en getur einnig tekið til fleiri "fornverka".
Fornverk hefur komið að ýmsum verkefnum Fornverkaskólans og sér Helgi Sigurðsson um kennslu á þeim torf- og grjóthleðslunámskeiðum sem í boði eru.
Heimasíða Fornverkaskólans er www.fornverkaskolinn.is, en þar má nálgast frekari upplýsingar um skólann og þau námskeið sem eru í boði á næstunni.